Einkaklúbburinn er einn öflugasti afsláttar- og fríðindaklúbbur á Íslandi og var stofnaður árið 1992. Aðild að klúbbnum veitir aðgang að tilboðum hjá hundruðum fyrirtækja um allt land.

Einkaklúbburinn fyrir viðskiptavini Arion banka

Frá og með janúar 2017 eru allir viðskiptavinir Arion banka aðilar að Einkaklúbbnum þeim að kostnaðarlausu. Ekki er lengur hægt að gerasta aðili í Einkaklúbbnum gegn greiðslu. Aðild félagsmanna sem eru ekki viðskiptavinir Arion banka og hafa greitt árgjald mun standa og geta þeir því nýtt sér tilboð klúbbsins í appi eða með framvísun Einkaklúbbskorts út gildistíma þess. 

Ef þú hefur áhuga á því að gerast aðili klúbbsins og ert ekki viðskiptavinur Arion banka getur þú stofnað til viðskipta við Arion banka hér. Athugaðu að þörf er á rafrænum skilríkjum til að geta stofnað til viðskipta á netinu, ef þú átt ekki rafræn skilríki þá bjóða starfsmenn Arion banka þig velkomin/n í næsta útibú þeirra. 

Einkaklúbbsapp

Í febrúar 2017 var Einkaklúbbsappið gefið út en með tilkomu appsins eru árbækur og kort klúbbsins óþörf og geta félagsmenn framvísað tilboðum úr appinu hjá samstarfsaðilum. Félagsmenn geta nálgast appið í App Store og Google Play Store. Hér má nálgast frekari upplýsingar um appið.

Einkaklúbbskort

Þeir félagsmenn sem hafa ekki tök á að sækja Einkaklúbbsappið geta notað Einkaklúbbskort sín eins og gildistími þeirra segir til um. Á tilboðslista síðunnar geta korthafa séð þau tilboð sem standa þeim til boða. Athugið að einnota tilboð eru eingöngu aðgengileg í Einkaklúbbsappinu. Hér fyrir neðan getur þú nálgast upplýsingar um notkunarreglur kortanna.

Þjónusta við korthafa

Ef þig vantar nánari upplýsingar um Einkaklúbbinn er þér velkomið að hafa samband við okkur. Þú getur haft samband á arionbanki@arionbanki.is, í gegnum Facebook-síðu Einkaklúbbsins eða í síma 444 7000.

Notkunarreglur

 1. Kortið gildir fyrir korthafa einan (þó einnig fyrir einn gest á veitingahúsum).
   
 2. Ávallt skal sýna kortið áður en viðskipti fara fram. Það er nauðsynlegt að sýna kortið áður en pantað er. Reikningar eru oft slegnir inn jafnóðum á veitingahúsum og erfitt er að breyta þeim eftir á. Einnig kemur þá strax í ljós ef t.d. eigendaskipti hafa orðið Einkaklúbbsafslættir ekki lengur í gildi.
   
 3. Uppgefinn afsláttur miðast við fullt verð. Enginn afsláttur er veittur af sértilboðs- eða útsöluverði. Sé annað ekki tekið fram er afsláttur sá sami, hvort sem greitt er með peningum eða korti.
   
 4. Ekki er afsláttur af drykkjum, hádegistilboðum, tilboðsmatseðlum, veislumatseðlum, hlaðborðum eða öðrum sértilboðum á veitingahúsum, nema þess sé sérstaklega getið. Aðeins af föstum matseðli hússins.
   
 5. "Tveir fyrir einn" tilboð gilda ekki fyrir fleiri en korthafa og gest hans (ekki t.d. "fjórir fyrir tvo").
   
 6. Ókeypis aðgangur að skemmtistöðum gildir ekki séu þeir leigðir út, t.d. fyrir skólaböll.

Skilmálar

Skilmálar Einkaklúbbsins - 18.11.2016